Laugasól á grænni grein - Grænfáninn

graenfaniSkólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem leggur áherslu á að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár og leyfið fæst endurnýjað ef skólarnir halda áfram góðu starfi. 

 

Árið 2011 gekk Laugasól til liðs við verkefnið, Skólar á grænni grein. Laugasól fékk Grænfánann afhentan í fyrsta sinn þann 6. desember 2013, í annað sinn í júlí 2016 og í þriðja sinn í september 2018.

Leikskólinn Laugasól vill auka menntun og þekkingu í umhverfismálum og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi.

 

Prenta | Netfang