Skína smástjörnur 2012 - 2015

haustsunnuÞróunarverkefnið Skína smástjörnur er samstarfsverkefni fjögurra leikskóla, sem allir búa við þá sérstöðu að hafa tekið ákvörðun um að aldursskipta barnahópnum á milli húsa, í kjölfar á sameiningum leikskóla árið 2011.

Þessi sérstaða felur í sér tækifæri til að byggja upp gróskumikið lærdómssamfélag sem byggir á samstarfi og samráði fagfólks sem allt vinnur að sama marki. Horft verður til nýjustu hugmynda fræðimanna við mótun og þróun gæðastarfs með yngstu börnunum. Áhersla verður m.a. á að vinna með viðhorf starfsmanna til getu og viðfangsefna yngstu barnanna og leitast við að gera starfið með þeim sýnilegt. Í verkefninu verður m.a. skoðað á hvern hátt dagskipulag, umhyggja, námsumhverfi, hópastærðir og aðferðir í foreldrasamstarfi styðja við nám og líðan yngstu barnanna.

Faglegur ráðgjafi í verkefninu verður Hrönn Pálmadóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Skína smástjörnur - Lokaskýrsla

Skína smástjörnur - Handbók

Prenta | Netfang