Leikið og lært - Lokaskýrsla |
Þróunarverkefnið Leikið og lært í Laugardal var í samvinnu Laugaborgar og Sunnuborgar og kom Grasagarður Reykjavíkur í Laugardal inn í verkefnið að hluta. Verkefnið gekk út á að efla útikennslu í leikskólunum og fengu skólarnir sitt heimasvæði í Grasagarðinum. Þróunarverkefnið hófst á vorönn 2008 og lauk vor 2010.
Meginmarkmið verkefnisins:
- Efla umhverfisvitund barna og fullorðinna
- Styrkja andlega og líkamlega vellíðan barna, sjálfsmynd þeirra og hæfni til samvinnu
- Gefa börnunum tækifæri til að tengjast náttúrunni svo þau rækti með sér væntumþykju og skilning á henni
- Tengja leikskólastarfið við grenndarsamfélagið
- Byggja upp lærdómssamfélag leikskólanna og Grasagarðsins út frá ofantöldum atriðum