Fjölmenningarlegur leikskóli 2001 - 2004 (Lækjaborg)

skipulaLokaskýrsla-Fjölmenningarlegur leikskóli

 

Megintilgangur þróunarverkefnisins Fjölmenningarlegur leikskóli var að finna leiðir til að koma til móts við börn og fjölskyldur af erlendum uppruna. Auka víðsýni, þekkingu og virðingu barna og fullorðinna fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Markmiðið var að starfið í leikskólanum endurspeglaði fjölmenningarlegt samfélag og að kennarar þróuðu með sér aukna færni til að vinna með fjölbreyttum hópi barna og foreldra. Lögð var áhersla á að öll börn og allir foreldrar nytu góðs af starfinu. Lykilorð verkefnisins voru jafnrétti, menning og tunga.

 Markmið þróunarverkefnisins

  • Að öll börn í leikskólanum læri að fólk er ólíkt en samt jafn mikils virði.  
  • Að gera heimamál og heimamenningu tvítyngdra leikskólabarna að sjálfsögðum og virtum þætti í leikskólastarfinu
  • Að leikskólastarfið endurspegli fjölmenningarlegt samfélag.
  • Að kennarar auki þekkingu sína og færni til að sinna fjölbreyttum hópi barna og foreldra.

 

 

Prenta | Netfang