Allir vinir 2014-2015

vin vini vinir

Þróunarverkefnið, Allir vinir er samvinnuverkefni Laugasólar, Hofs, Laugarnesskóla og Laugasels, verkefnastjóri er Vanda Sigurgeirsdóttir. Þátttakendur í verkefninu eru elstu börn leikskólans og yngstu börn grunnskólans. Þróunarverkefnið er á vegum SFS í gegnum verkefnið, Vinsamlegt samfélag. Verkefnið er hugsað sem forvörn gegn einelti og gengur út á að vinna með samskipti og vináttu. Áætlunin fer í framkvæmd í janúar 2015 og stendur fram á sumar. Eftir það taka Laugarnesskóli og Laugasel við og halda vinnunni áfram. Markmiðið er að börn í árgangi 2009 verði laus við einelti.

Prenta | Netfang