Allir vinir 2014-2015

vin vini vinir

Þróunarverkefnið, Allir vinir er samvinnuverkefni Laugasólar, Hofs, Laugarnesskóla og Laugasels, verkefnastjóri er Vanda Sigurgeirsdóttir. Þátttakendur í verkefninu eru elstu börn leikskólans og yngstu börn grunnskólans. Þróunarverkefnið er á vegum SFS í gegnum verkefnið, Vinsamlegt samfélag. Verkefnið er hugsað sem forvörn gegn einelti og gengur út á að vinna með samskipti og vináttu. Áætlunin fer í framkvæmd í janúar 2015 og stendur fram á sumar. Eftir það taka Laugarnesskóli og Laugasel við og halda vinnunni áfram. Markmiðið er að börn í árgangi 2009 verði laus við einelti.

Prenta | Netfang

Sjáðu hvað ég fann 2013 - 2014

greinagerd Small

Þróunarverkefnið, Sjáðu hvað ég fann hófst 1. sept. 2013 og lauk 1. sept. 2014. Verkefnastjóri er Kolbrún Vigfúsdóttir og samstarfsaðilar eru Náttúruskóli Reykjavíkur og Fríða Bjarney Jónsdóttir ráðgjafi vegna fjölmenningar hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkur. 

Markmið verkefnisins er að starfsmenn nái tökum á að nýta aðferðir og möguleika í útikennslu til að kenna íslensku sem annað tungumál og auka almennt orðaforða og málskilning barna í leikskólanum. Einnig að auka þekkingu barna á umhverfi sínu, bæði náttúrulegu og manngerðu umhverfi.

Lokaskýrsla - Sjáðu hvað ég fann

Prenta | Netfang

Skína smástjörnur 2012 - 2015

haustsunnuÞróunarverkefnið Skína smástjörnur er samstarfsverkefni fjögurra leikskóla, sem allir búa við þá sérstöðu að hafa tekið ákvörðun um að aldursskipta barnahópnum á milli húsa, í kjölfar á sameiningum leikskóla árið 2011.

Þessi sérstaða felur í sér tækifæri til að byggja upp gróskumikið lærdómssamfélag sem byggir á samstarfi og samráði fagfólks sem allt vinnur að sama marki. Horft verður til nýjustu hugmynda fræðimanna við mótun og þróun gæðastarfs með yngstu börnunum. Áhersla verður m.a. á að vinna með viðhorf starfsmanna til getu og viðfangsefna yngstu barnanna og leitast við að gera starfið með þeim sýnilegt. Í verkefninu verður m.a. skoðað á hvern hátt dagskipulag, umhyggja, námsumhverfi, hópastærðir og aðferðir í foreldrasamstarfi styðja við nám og líðan yngstu barnanna.

Faglegur ráðgjafi í verkefninu verður Hrönn Pálmadóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Skína smástjörnur - Lokaskýrsla

Skína smástjörnur - Handbók

Prenta | Netfang

Leikið og lært í Laugardal 2008-2010 (Laugaborg)

  018 Small
 

      Leikið og lært - Lokaskýrsla

Þróunarverkefnið Leikið og lært í Laugardal var í samvinnu Laugaborgar og Sunnuborgar og kom Grasagarður Reykjavíkur í Laugardal inn í verkefnið að hluta. Verkefnið gekk út á að efla útikennslu í leikskólunum og fengu skólarnir sitt heimasvæði í Grasagarðinum. Þróunarverkefnið hófst á vorönn 2008 og lauk vor 2010.

Meginmarkmið verkefnisins:

  • Efla umhverfisvitund barna og fullorðinna
  • Styrkja andlega og líkamlega vellíðan barna, sjálfsmynd þeirra og hæfni til samvinnu
  • Gefa börnunum tækifæri til að tengjast náttúrunni svo þau rækti með sér væntumþykju og skilning á henni
  • Tengja leikskólastarfið við grenndarsamfélagið
  • Byggja upp lærdómssamfélag leikskólanna og Grasagarðsins út frá ofantöldum atriðum

Prenta | Netfang

  • 1
  • 2