Samstarf Laugasólar

 

IMG 2523 Small  vikan 8 12 jan 059 Small 

Samstarf við Laugarnesskóla

Markvisst samstarf er á milli Laugarnesskóla og leikskóla í Laugarneshverfi. Markmiðið með samstarfi skólanna er að auðvelda börnunum að flytjast á milli skólastiga og byggja kennslu á reynslu barnanna svo það skapist samfella í námi þeirra.

Skólastjórnendur og kennarar hittast einu sinni á ári, meta og skipuleggja samstarfið á milli skólastiga næsta skólaár. Heimsóknir kennara frá báðum skólastigum í skólana eru til að kynna sér starfið og skipuleggja heimsóknir.

Börn grunnskólans koma á haustönn og dvelja hluta úr degi í leikskólanum. Börn leikskólans fara seinni hluta vetrar í litlum hópum í Laugarnesskóla. Þau hafa nesti meðferðis og taka þátt í hefðbundnu skólastarfi fyrir hádegi.

Prenta | Netfang