Samstarf Laugasólar við grunnskóla í hverfinu

 

 

IMG 2523 Small  3 

Samstarf við Laugarnesskóla

Markvisst samstarf er á milli Laugarnesskóla og leikskóla í Laugarneshverfi. Markmiðið með samstarfi skólanna er að auðvelda börnunum að flytjast á milli skólastiga og byggja kennslu á reynslu barnanna svo það skapist samfella í námi þeirra.

Skólastjórnendur og kennarar hittast einu sinni á ári, meta og skipuleggja samstarfið á milli skólastiga næsta skólaár. Heimsóknir kennara frá báðum skólastigum í skólana eru til að kynna sér starfið og skipuleggja heimsóknir.

Börn grunnskólans koma á haustönn og dvelja hluta úr degi í leikskólanum. Börn leikskólans fara seinni hluta vetrar í litlum hópum í Laugarnesskóla. Þau hafa nesti meðferðis og taka þátt í hefðbundnu skólastarfi fyrir hádegi.

 

Samstarf við Laugalækjarskóla

Frá 2015 hafa Laugasól og Laugalækjarskóli verið í samstarfsverkefni. Markmið verkefnisins er að bæta skilning, þátttöku og virkni nemenda við nærumhverfið með samfélagslegri nálgun. Skólaárinu er skipt í þrjár annir þar sem nemendur í 9. og 10. bekk geta valið um sjálfboðavinnu í Laugasól, á Hrafnistu eða aðstoðarkennslu í 7. og 8. bekk. Nemendur koma þrír til fjórir, einu sinni í viku í 60-80 mínútur í senn og leika með leikskólabörnunum.

Fleiri verkefni hafa farið af stað milli skólanna 2016-2017 og halda enn áfram:

  • Nokkrir nemendur úr Laugalækjarskóla sem eru að læra íslensku komu í heimsókn í Laugasól og hlustuðu á skemmtilegan söng og fylgdust með nemendum í leik og starfi.
  • Laugasól tók þátt í atvinnutengdu námi grunnskólanema. Nemandi úr Laugalækjarskóla kom í starfsnám einu sinni í viku yfir veturinn.
  • Samstarf við nemendur í 7. bekk. Nemendur buðu eldri börnum úr Laugasól í heimsókn með það að markmiði að kynnast þeim og fá hugmyndir þeirra og viðhorf um barnasögur. Viku seinna fóru allir nemendur í 7. bekk í hópum að heimsækja leikskólann og lesa upp sögurnar sem þau höfðu samið fyrir leikskólabörnin.

Prenta | Netfang