Hér fyrir neðan eru upplýsingar um ýmislegt sem við kemur leikskólanum og starfsemi hans.
Staðsetning leikskólans og opnunartími
Leikskólinn Laugasól er við Leirulæk 4-6. Leikskólinn er opinn frá 7:30-17:00 alla virka daga.
Vistunartími
Þegar barnið byrjar í leikskólanum er gerður samningur um dvalartíma þess. Breytingar á dvalarsamningi eru gerðar á rafrænni Reykjavík eða í samráði við leikskólastjóra eða aðstoðarleikskólastjóra. Gagnkvæmur skriflegur uppsagnarfrestur á samningnum er einn mánuður og miðast við 1. hvers mánaðar.
Lyfjagjöf á leikskólatíma
Ef barn þarf að taka inn lyf er reynt að haga lyfjagjöf þannig að lyfin séu gefin heima en ekki í leikskólanum. Í einstaka tilfellum getur þó verið nauðsynlegt að gefa lyfin á leikskólatíma.
Veikindi
Ef barn veikist eða slasast í leikskólanum er haft samband við foreldra um áframhaldið. Leikskólinn greiðir fyrir tvær fyrstu komur á heilsugæslustöð eða slysadeild. Foreldrar leggja út fyrir greiðslunni og koma síðan með reikninginn til leikskólastjóra.
Í veikindum barna er meginreglan sú að ef barnið getur ekki tekið þátt í starfsemi leikskólans, er það heima. Leikskólinn kemur þó til móts við foreldra eftir veikindi varðandi útivist þegar þörf er á.
Sumarleyfi
Öll börn í leikskólanum fara í fjögurra vikna frí sem tekið er í kringum sumarlokun leikskólans. Á vef leikskólasviðs má sjá almennar upplýsingar um sumarfrí barna.
Starfsdagar
Leikskólinn lokar sex daga á ári vegna starfsdaga.
Símanúmer og netföng
Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breyting verður á netföngum og símanúmerum, heima, í vinnu eða í farsíma.