Leikskólinn Laugasól

IMG 5340 Small  kartofluruppskera Small 

Leikskólinn Laugasól er við Leirulæk 4-6 í Reykjavík og er rekinn af Reykjavíkurborg. Leikskólinn tók til starfa 1. júlí 2011 þegar leikskólarnir Laugaborg (1. júní 1966) og Lækjaborg (1. júní 1972) voru sameinaðir. Hús skólanna halda sínum gömlu nöfnum, Laugaborg og Lækjaborg.

Leiðarljós leikskólans eru:

  • Virðing
  • Fjölbreytileiki
  • Sköpun

Megináherslur í menntun og uppeldisstarfi leikskólans er frjáls leikur, skapandi starf og umhverfismennt.

Í frjálsum leik eflist læsi og samskipti. Börnin skiptast á skoðunum, leysa verkefni saman og tjá sig með fjölbreyttum hætti með ólíkum efnivið. Með því að nota opinn efnivið í frjálsum leik gefst þeim tækifæri til að þróa leikinn og hugmyndir sínar.

Í skapandi skólastarfi fá börnin tækifæri til að kanna og vinna með fjölbreytt leikefni og aðferðir. Áhersla er á sköpunarferlið sjálft og námið sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndunaraflið fær að njóta sín. Hvatt er til skapandi hugsunar og sjálfstæðra vinnubragða.

Í umhverfismennt er lögð áhersla á að börnin verði læs á umhverfi og náttúru og kynnist
fjölbreytileikanum í samfélagi og menningu. Þau læra að beita gagnrýninni hugsun, spyrja
spurninga, upplifa, skoða og skilja.

Endurvinnsla og endurnýting er alltaf í gangi og í stöðugri þróun. Laugasól fékk Grænfánann í fyrsta sinn í desember 2013.

Í Laugasól eru 151 barn á sjö deildum. Leikskólinn er í tveimur húsum. Í húsi Lækjaborgar eru yngri börnin og í húsi Laugaborgar eru eldri börnin. Leikskólinn opnar kl. 7:30 og lokar kl. 17:00.

Leikskólastjóri er Helga Ingvadóttir  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðstoðarleikskólastjóri er Bergþóra Vilhjálmsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                  

IMG 5392 Small  laekjaborg 2018 

                 Laugaborg                                                                                                 Lækjaborg  

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prenta | Netfang