Fljúgandi teppi/Menningarmót

Laugasól hefur tekið þátt í verkefninu Fljúgandi teppi/Menningarmót í nokkur ár og árið 2015 varð leikskólinn formlegur Menningarmótsskóli. Laugasól mun því vinna með verkefnið ár hvert og hefst það nú í ár mánudaginn 5. mars og lýkur með Menningarmóti föstudaginn 16. mars.

Markmiðið með verkefninu er að börn og starfsmenn kynnist menningu og áhugamáli hvers annars. Það þarf ekki endilega að vera þjóðarmenning heldur það sem skiptir mestu máli fyrir hvern og einn. Í verkefninu er ferðast á milli menningarheima eins og á Fljúgandi Teppi, við skemmtum okkur, lærum saman, finnum það sem við eigum sameiginlegt og gleðjumst yfir því sem er nýtt og spennandi.

Verkefninu lýkur með Menningarmóti þar sem börnin kynna menningu sína og áhugamál í
hvetjandi umhverfi og á lifandi hátt. Börnin verða með sitt svæði og kynna sína persónulega menningu. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið og fá tækifæri til að tjá sig í öruggu umhverfi.

Foreldrar eru boðnir velkomnir á Menningarmótið 16. mars frá 15:00-16:00.

Hér til hliðar, hægra megin á heimasíðunni er tengill merktur verkefninu þar er að finna meiri upplýsingar um verkefnið.

Prenta | Netfang

Á Degi leikskólans í Laugasól

Hvað er skemmtilegast að gera í Laugasól...

Börnin:

  • Ég ætla að verða rithöfundur og skrifa bækur með svona köflum
  • Lita því ég er flínkari en pabbi minn

  • Skemmtilegast að vera á sleða, ljósaborð og lita...Af því að ég er í myndlistarskóla

  • Fara í holukubba því maður getur byggt hús og farið inn í það

  • Skemmtilegast að leika í fótbolta af því að stundum er Sigurbaldur með mér og stundum á móti

Kennarar:

  • Það er fjölbreytileikinn, alltaf eitthvað nýtt og skemmtlegt að takast á við s.s. salta, baka, moka snjó, hreinsa ræsi og að leika við börn
  • Skemmtilegast hvað allir hjálpast að og taka þátt
  • Horfa á börnin leika saman eins og í holukubbum, þau eru svo flínk að leika saman
  • Það að vera með börnunum

daglegt starf 140 Small  daglegt starf 271 Small  IMG 2531 Small 

Prenta | Netfang