Fljúgandi teppi - Menningarmót

IMG 4608 Small  IMG 4648 Small 

Verkefnið Fljúgandi teppi - Menningarmót byrjar mánudaginn 11. mars og lýkur með Menningarmóti föstudaginn 22. mars.

Markmiðið með verkefninu er að börn og kennarar kynnist menningu og áhugamáli hvers annars. Í verkefninu er ferðast á milli menningarheima eins og á Fljúgandi Teppi, við skemmtum okkur, lærum saman, finnum það sem við eigum sameiginlegt og gleðjumst yfir því sem er nýtt og spennandi.

Verkefninu lýkur með Menningarmóti þar sem börnin kynna menningu sína og áhugamál. Börnin verða með sitt svæði og kynna sína persónulega menningu. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið og fá tækifæri til að tjá sig í öruggu umhverfi.

 

Hér til hliðar, hægra megin á heimasíðunni er tengill merktur verkefninu þar er að finna meiri upplýsingar um verkefnið.

Prenta | Netfang

Niðurstöður ytra mats í Laugasól

 

kubb   ytram Small

 Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum ytra mats í Laugasól sem framkvæmt var af SFS í desember 2018.

Laugasól fékk stjörnustjarna Small í matinu sem segir: Fagmennska og góðir starfshættir einkenna allt starf leikskólans með áherslu á umhyggju, gagnrýna hugsun, flæði í leik barna og aðgengi að opnum efnivið.

Til að nálgast skýrsluna þarf að smella á myndina vinstra megin.

 

Prenta | Netfang

Nýr Grænfáni í Laugasól

Í dag kom Jóhanna frá Landvernd og afhenti Laugasól nýjan Grænfána. Til hamingju allir í Laugasól fyrir að vera dugleg að hugsa um náttúruna og hafa heiminn fallegan.

afhendin1   afhend22
afhendi2   afhending3
afhend4   afhend5

Prenta | Netfang