Þorrablót í Laugasól

buxurFöstudaginn 25. janúar er bóndadagur og fyrsti dagur í þorra. Af því tilefni verður þorramatur í leikskólanum. Boðið verður upp á sitt lítið af hverju: hákarl, harðfiskur, sviðasulta, slátur, grjónagrautur og flatkökur með hangikjöti.

Allir eru hvattir til að koma í einhverju ullarkyns í leikskólann þennan dag, t.d. ullarpeysu, sokkum, vesti, kjól...og bara hvað eina sem fólki dettur í hug

Prenta | Netfang