Á Degi leikskólans í Laugasól

Hvað er skemmtilegast að gera í Laugasól...

Börnin:

  • Ég ætla að verða rithöfundur og skrifa bækur með svona köflum
  • Lita því ég er flínkari en pabbi minn

  • Skemmtilegast að vera á sleða, ljósaborð og lita...Af því að ég er í myndlistarskóla

  • Fara í holukubba því maður getur byggt hús og farið inn í það

  • Skemmtilegast að leika í fótbolta af því að stundum er Sigurbaldur með mér og stundum á móti

Kennarar:

  • Það er fjölbreytileikinn, alltaf eitthvað nýtt og skemmtlegt að takast á við s.s. salta, baka, moka snjó, hreinsa ræsi og að leika við börn
  • Skemmtilegast hvað allir hjálpast að og taka þátt
  • Horfa á börnin leika saman eins og í holukubbum, þau eru svo flínk að leika saman
  • Það að vera með börnunum

daglegt starf 140 Small  daglegt starf 271 Small  IMG 2531 Small 

Prenta | Netfang

Dagur leikskólans

dagurleikskolans 2018Þriðjudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Dagurinn er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu en 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk  leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

 

Í tilefni af Degi leikskólans býður leikskólinn Laugasól foreldrum í heimsókn þriðjudaginn 6. febrúar frá kl. 14:30-16:00.

Frjálst er að koma og fara hvenær sem er innan þessa tíma. Við verðum með venjulegan dag og bjóðum ykkur að taka þátt í leikskólastarfinu og um leið að kynnast starfsemi leikskólans betur.

Prenta | Netfang

Vináttusamband við Laugalækjarskóla

Í vetur höfum við verið í samvinnu við Laugalækjarskóla með ýmiskonar verkefni sem hafa bæði verið skemmtileg og gefandi fyrir börn og kennara. Ákveðið hefur verið að halda áfram með samstarfið næsta skólaár. Hér er slóð á heimasíðu Laugalækjarskóla þar sem hægt er að sjá myndir og nánari umfjöllun um heimsóknirnar.

Prenta | Netfang