Dagur leikskólans

dagurleikskolans 2018Þriðjudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Dagurinn er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu en 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk  leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

 

Í tilefni af Degi leikskólans býður leikskólinn Laugasól foreldrum í heimsókn þriðjudaginn 6. febrúar frá kl. 14:30-16:00.

Frjálst er að koma og fara hvenær sem er innan þessa tíma. Við verðum með venjulegan dag og bjóðum ykkur að taka þátt í leikskólastarfinu og um leið að kynnast starfsemi leikskólans betur.

Prenta | Netfang

Íslenski fíllinn

Þriðjudaginn 21. nóvember verður leiksýningin Íslenski fíllinn, á vegum Brúðuheima. Sýningarnar eru tvær, klukkan 9:30 og 10:30 og eru í boði foreldrafélagsins.

…Miklir þurrkar geisa í Afríku – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað.

Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.

Prenta | Netfang

Vináttusamband við Laugalækjarskóla

Í vetur höfum við verið í samvinnu við Laugalækjarskóla með ýmiskonar verkefni sem hafa bæði verið skemmtileg og gefandi fyrir börn og kennara. Ákveðið hefur verið að halda áfram með samstarfið næsta skólaár. Hér er slóð á heimasíðu Laugalækjarskóla þar sem hægt er að sjá myndir og nánari umfjöllun um heimsóknirnar.

Prenta | Netfang