Þessi vika hefur verið viðburðarrík á Laugasól.
Börnin fengu að kynnast gömlum hefðum með nýbreytni í huga. Allskyns bollur á bolludag, borðað yfir sig á Sprengidag, saltkjöt og baunir túkall. Sprell og fjör á Öskudaginn, ball, búningar, kötturinn sleginn úr tunnunni og gætt sér á pylsum/pulsum og snakki.